Garðarshólmur

Garðarshólmur

Nýjustu fréttir

Ný heimasíða í loftið

Þá er komið að því að ný heimasíða verkefnisins fari í loftið en hún hefur verið unnin af Stefnu ehf. á Akureyri. Hlutverk hennar er að miðla upplýsingum um verkefnið, hugmyndafræði þess og framgang.


Víkingasýning á Smithsonian


Smithsonian safnið í New York er með syningu um landafundi norænna manna sem hægt er að skoða á netinu, slóðin er  http://www.mnh.si.edu/vikings/

Húsnæðismálin á hreyfingu

Í framhaldi af synjun skipulags- og byggingaryfirvalda á erindi félagsins um að nýta svokallaðan Flókareit á hafnarsvæðinu fyrir verkefnið hafa átt sér stað óformlegar viðræður við forsvarsmenn Norðurþings um mögulegar lausnir í húsnæðismálum.

Lesa meira

Handritsgerð sýningar hafin

Hugmynd að útliti Garðarshólms

Í lok síðasta árs var samið við Ara Trausta Guðmundsson um að vinna frumgerð að handriti fyrir sýningu Garðarshólms. Ari Trausti hefur á undanförnum árum komið að fjölda sýninga þar sem viðfangsefnin hafa verið miðlun menningararfs, náttúra og jarðfræði.


Fjárlaganefnd styður verkefnið áfram

Líkt og á yfirstandandi fjárlagaári hefur fjárlaganefnd samþykkt að styrkja verkefnið áfram á árinu 2008 með 5 millj. kr. framlagi eins og fram kemur í nýsamþykktum fjárlögum. Þessi stuðningur er verkefninu afar mikilvægur og mun ásamt dýrmætum stuðningi annarra aðila gera okkur kleift að vinna áfram að þróun verkefnisins.

Mynd augnabliksins

homeship.gif

Teljari

Í dag: 0
Samtals: 537

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn